Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk skilaboð frá Ancelotti fyrir leikinn - „Stuðningur Real hvetur mig áfram"
Mynd: EPA

Hinn 19 ára gamli Arda Guler skoraði stórkostlegt mark þegar Tyrkland lagði Georgíu í F-riðli á EM í kvöld.


Guler gekk til liðs við Real Madrid frá Fenerbahce síðasta sumar og lék tíu leiki í La Liga og skoraði sex mörk.

Hann lauk tímabilinu á ótrúlegu flugi og skoraði fjögur mörk í síðustu þremur leikjum sínum. Hann greindi frá því eftir leikinn í kvöld að Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hafi sent honum kveðju fyrir leikinn í kvöld.

„Ancelotti sendi mér skilaboð fyrir leikinn og óskaði mér góðs gengis. Stuðningur Real Madrid hvetur mig áfram," sagði Guler.


Athugasemdir
banner
banner
banner