Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   þri 18. júní 2024 22:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Það er svo svekkjandi að fá mark á sig svona seint. Við töluðum um að verjast betur en í síðasta leik og það tókst megnið af leiknum.  Það er því erfitt að kyngja þessu," segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Skömmu áður en KR minnkaði muninn með löglegu marki höfðu þeir komið boltanum í netið í kjölfarið á aukaspyrnu. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, leyfði markinu hinsvegar ekki að standa. 

„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um ákvarðanir dómarans. Ef hann segir að þetta sé ekki mark þá er þetta ekki mark. Hann segist ekki hafa flautað áður en aukaspyrnan var tekin."


Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Ekkiu minnkuðu sögusagnirnar eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn í starf hjá félaginu. „Við viljum ekki tapa. Ég hata að tapa.  Það er versta tilfinning í heimi. Það skiptir mig engu máli hvort Óskar sé að vinna fyrir félagið eða ekki hvað þessar sögusagnir varðar. Hann vill bara hjálpa félaginu sínu. Við höfum rætt saman og ég mun þiggja þá hjálp sem hann hefur að bjóða. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna fótboltaleiki."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Gregg í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner