Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 18. júní 2024 22:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Það er svo svekkjandi að fá mark á sig svona seint. Við töluðum um að verjast betur en í síðasta leik og það tókst megnið af leiknum.  Það er því erfitt að kyngja þessu," segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Skömmu áður en KR minnkaði muninn með löglegu marki höfðu þeir komið boltanum í netið í kjölfarið á aukaspyrnu. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, leyfði markinu hinsvegar ekki að standa. 

„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um ákvarðanir dómarans. Ef hann segir að þetta sé ekki mark þá er þetta ekki mark. Hann segist ekki hafa flautað áður en aukaspyrnan var tekin."


Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Ekkiu minnkuðu sögusagnirnar eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn í starf hjá félaginu. „Við viljum ekki tapa. Ég hata að tapa.  Það er versta tilfinning í heimi. Það skiptir mig engu máli hvort Óskar sé að vinna fyrir félagið eða ekki hvað þessar sögusagnir varðar. Hann vill bara hjálpa félaginu sínu. Við höfum rætt saman og ég mun þiggja þá hjálp sem hann hefur að bjóða. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna fótboltaleiki."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Gregg í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner