Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 18. júlí 2017 22:17
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Ingibjörg: Mér er drullusama um þessar gellur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér leið vel inn á vellinum og það kom smá tilfinning þegar þjóðsöngurinn var spilaður þá fór allt að tikka inn, en annars þegar leikurinn var byrjaður þá var þetta ekkert mál," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap gegn Frökkum í kvöld.

Þetta var hennar fyrsti keppnisleikur fyrir íslenska landsliðið.

Lestu um leikinn: Frakkland 1 -  0 Ísland

„Mér fannst ég ná að spila minn leik og við áttum allar frekar góðan leik."

„Ég sá ekki vítið nægilega vel. Mér fannst þetta ekki víti og síðan fannst mér þetta vera víti í fyrri hálfleik þegar Fanndís fer niður í teignum. Þetta féll ekki með okkur í dag."

Ingibjörg átti eina hressilega tæklingu í upphafi seinni hálfleiks og uppskar gult spjald.

„Mér er drullu sama um þessar gellur. Ég þoli ekki svona hroka... ég nenni ekki einu sinni að segja það. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að þagga niðrí þeim og láta aðeins finna fyrir mér," sagði Ingibjörg grjóthörð að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner