Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
banner
   þri 18. júlí 2017 22:17
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Ingibjörg: Mér er drullusama um þessar gellur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér leið vel inn á vellinum og það kom smá tilfinning þegar þjóðsöngurinn var spilaður þá fór allt að tikka inn, en annars þegar leikurinn var byrjaður þá var þetta ekkert mál," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap gegn Frökkum í kvöld.

Þetta var hennar fyrsti keppnisleikur fyrir íslenska landsliðið.

Lestu um leikinn: Frakkland 1 -  0 Ísland

„Mér fannst ég ná að spila minn leik og við áttum allar frekar góðan leik."

„Ég sá ekki vítið nægilega vel. Mér fannst þetta ekki víti og síðan fannst mér þetta vera víti í fyrri hálfleik þegar Fanndís fer niður í teignum. Þetta féll ekki með okkur í dag."

Ingibjörg átti eina hressilega tæklingu í upphafi seinni hálfleiks og uppskar gult spjald.

„Mér er drullu sama um þessar gellur. Ég þoli ekki svona hroka... ég nenni ekki einu sinni að segja það. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að þagga niðrí þeim og láta aðeins finna fyrir mér," sagði Ingibjörg grjóthörð að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner