Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 18. júlí 2022 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
„Erum bestu stuðningsmenn í heimi held ég"
Icelandair
Tólfan lætur vel í sér heyra í kvöld.
Tólfan lætur vel í sér heyra í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mjög heitt í Rotherham í dag.
Það er mjög heitt í Rotherham í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Friðgeir Bergsteinsson og Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, eru mættir til Rotherham.

Þeir ætla að syngja sig hása á vellinum í kvöld þegar Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM. Ísland er með örlögin í höndum sér og fer áfram í átta-liða úrslitin með sigri. Jafntefli eða tap gæti dugað en þá verðum við að treysta á hagstæð úrslit í leik Belgíu og Ítalíu sem fer fram á sama tíma.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Aðrir meðlimir Tólfunnar voru á fyrstu leikjum liðsins í riðlinum, en Sveinn og Friðgeir mættu til Englands í gær og ætla að láta vel í sér heyra í kvöld.

Þeir eru virkilega ánægðir með stuðninginn við liðið hingað til á mótinu.

„Við erum bestu stuðningsmenn í heimi held ég," sagði Friðgeir í viðtalinu.

„Við ætlum að hafa gaman að þessu og styðja stelpurnar því þær eiga það virkilega skilið."

Það er mikill hiti í Rotherham þessa stundina og ofhitnaði upptökutækið á meðan viðtalinu stóð. Því stoppaði viðtalið snemma, en undir lokin voru þeir spurðir hvernig leikurinn myndi fara. Þeir eru báðir bjartsýnir og spá því að Ísland geti unnið Frakkland. Sveinn spáði 1-0 sigri og Friðgeir spáði 2-0 sigri Íslands.
Athugasemdir