Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   þri 18. júlí 2023 22:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Evrópu Toni: Einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum
Maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var algjör snilld, ótrúlega gaman að spila svona Evrópuleiki og við fáum að spila helling í viðbót þannig það er bara snilld" var það fyrsta sem markmaður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson í viðtali við Fótbolta.net strax eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Lokatölur í kvöld sýna 2-1 sigur en sigurinn hefði getað verið mun stærri þar sem Blikar voru bara með yfirburði á vellinum oftar en ekki og hefðu sanngjörn úrslit jafnvel verið bara 4-1 fyrir Blikum.

"Það er alveg rétt hjá þér við fengum fullt af færum fannst mér allavega og ekkert bara hálf tækifæri heldur vorum við að fá þvílikt góð færi og nýttum þau ekki eða ekki öll þeirra en maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni"

Blikar fá ekki eitt mark á sig úr opnum leik í þessu einvígi, gegn liði sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann hlýtur að vera mjög sáttur með það.

"Bara mjög góð frammistaða hjá liðinu og ekkert eðlilega gaman að sjá við erum 2-1 yfir, 80 mínútur á klukkunni þá er svo auðvelt að falla bara niður og verjast en mér fannst gaman að sjá menn voru bara að hlaupa um allann völl, pressandi þá inn í þeirra eigin markteig þótt það hefði verið auðvelt að falla niður og fara í skotgrafirnar þannig bara geggjuð frammistaða hjá öllum"

Það er mikið rætt um sérstaklega á samfélagsmiðlinum Twitter þegar að Blikar eru í Evrópu um leikmanninn „Evrópu Tona" líður Antoni aðeins betur þegar að andstæðingurinn er ekki frá Íslandi? En Anton er þekktur fyrir að vera frábær í marki Blika í Evrópu einvígunum.

"Nei ég myndi nú ekki segja það, þetta er bara einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum" Sagði Anton léttur og hló vel.

Verkefnið framundan í Meistadeildinni er auðvitað FC Kaupmannahöfn, þegar að Anton var lítill gutti í Mosfellsbæ, var þetta eitthvað sem hann sá fyrir sér að gera þegar hann yrði eldri?

" Vonandi verða allavega 40 þúsund manns það væri geðveikt en maður veit ekkert hvort það verði fullur völlur, en nei ég held að lítill Anton hafi ekkert endilega verið að spá í þvi"

Markið sem Blikar skora eftir stutt horn leit út fyrir að vera fyrirgjöf en fréttaritari heyrði að þetta hafi verið æft sem hann átti erfitt með að trúa.

" Sko, eitthvað af þessu var af æfingasvæðinu, hvort að Höggi ætlar að lobba boltanum svona í fjærvinkilinn, ég allavega tók ekki eftir því að það var æft en ég er auðvitað markmaður ég er oft að gera eitthvað annað á æfingu þannig það gæti vel verið það fór framhjá mér"

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir