Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 18. júlí 2023 22:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Evrópu Toni: Einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum
Maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var algjör snilld, ótrúlega gaman að spila svona Evrópuleiki og við fáum að spila helling í viðbót þannig það er bara snilld" var það fyrsta sem markmaður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson í viðtali við Fótbolta.net strax eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Lokatölur í kvöld sýna 2-1 sigur en sigurinn hefði getað verið mun stærri þar sem Blikar voru bara með yfirburði á vellinum oftar en ekki og hefðu sanngjörn úrslit jafnvel verið bara 4-1 fyrir Blikum.

"Það er alveg rétt hjá þér við fengum fullt af færum fannst mér allavega og ekkert bara hálf tækifæri heldur vorum við að fá þvílikt góð færi og nýttum þau ekki eða ekki öll þeirra en maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni"

Blikar fá ekki eitt mark á sig úr opnum leik í þessu einvígi, gegn liði sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann hlýtur að vera mjög sáttur með það.

"Bara mjög góð frammistaða hjá liðinu og ekkert eðlilega gaman að sjá við erum 2-1 yfir, 80 mínútur á klukkunni þá er svo auðvelt að falla bara niður og verjast en mér fannst gaman að sjá menn voru bara að hlaupa um allann völl, pressandi þá inn í þeirra eigin markteig þótt það hefði verið auðvelt að falla niður og fara í skotgrafirnar þannig bara geggjuð frammistaða hjá öllum"

Það er mikið rætt um sérstaklega á samfélagsmiðlinum Twitter þegar að Blikar eru í Evrópu um leikmanninn „Evrópu Tona" líður Antoni aðeins betur þegar að andstæðingurinn er ekki frá Íslandi? En Anton er þekktur fyrir að vera frábær í marki Blika í Evrópu einvígunum.

"Nei ég myndi nú ekki segja það, þetta er bara einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum" Sagði Anton léttur og hló vel.

Verkefnið framundan í Meistadeildinni er auðvitað FC Kaupmannahöfn, þegar að Anton var lítill gutti í Mosfellsbæ, var þetta eitthvað sem hann sá fyrir sér að gera þegar hann yrði eldri?

" Vonandi verða allavega 40 þúsund manns það væri geðveikt en maður veit ekkert hvort það verði fullur völlur, en nei ég held að lítill Anton hafi ekkert endilega verið að spá í þvi"

Markið sem Blikar skora eftir stutt horn leit út fyrir að vera fyrirgjöf en fréttaritari heyrði að þetta hafi verið æft sem hann átti erfitt með að trúa.

" Sko, eitthvað af þessu var af æfingasvæðinu, hvort að Höggi ætlar að lobba boltanum svona í fjærvinkilinn, ég allavega tók ekki eftir því að það var æft en ég er auðvitað markmaður ég er oft að gera eitthvað annað á æfingu þannig það gæti vel verið það fór framhjá mér"

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir