Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   þri 18. júlí 2023 22:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Evrópu Toni: Einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum
Maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var algjör snilld, ótrúlega gaman að spila svona Evrópuleiki og við fáum að spila helling í viðbót þannig það er bara snilld" var það fyrsta sem markmaður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson í viðtali við Fótbolta.net strax eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Lokatölur í kvöld sýna 2-1 sigur en sigurinn hefði getað verið mun stærri þar sem Blikar voru bara með yfirburði á vellinum oftar en ekki og hefðu sanngjörn úrslit jafnvel verið bara 4-1 fyrir Blikum.

"Það er alveg rétt hjá þér við fengum fullt af færum fannst mér allavega og ekkert bara hálf tækifæri heldur vorum við að fá þvílikt góð færi og nýttum þau ekki eða ekki öll þeirra en maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni"

Blikar fá ekki eitt mark á sig úr opnum leik í þessu einvígi, gegn liði sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann hlýtur að vera mjög sáttur með það.

"Bara mjög góð frammistaða hjá liðinu og ekkert eðlilega gaman að sjá við erum 2-1 yfir, 80 mínútur á klukkunni þá er svo auðvelt að falla bara niður og verjast en mér fannst gaman að sjá menn voru bara að hlaupa um allann völl, pressandi þá inn í þeirra eigin markteig þótt það hefði verið auðvelt að falla niður og fara í skotgrafirnar þannig bara geggjuð frammistaða hjá öllum"

Það er mikið rætt um sérstaklega á samfélagsmiðlinum Twitter þegar að Blikar eru í Evrópu um leikmanninn „Evrópu Tona" líður Antoni aðeins betur þegar að andstæðingurinn er ekki frá Íslandi? En Anton er þekktur fyrir að vera frábær í marki Blika í Evrópu einvígunum.

"Nei ég myndi nú ekki segja það, þetta er bara einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum" Sagði Anton léttur og hló vel.

Verkefnið framundan í Meistadeildinni er auðvitað FC Kaupmannahöfn, þegar að Anton var lítill gutti í Mosfellsbæ, var þetta eitthvað sem hann sá fyrir sér að gera þegar hann yrði eldri?

" Vonandi verða allavega 40 þúsund manns það væri geðveikt en maður veit ekkert hvort það verði fullur völlur, en nei ég held að lítill Anton hafi ekkert endilega verið að spá í þvi"

Markið sem Blikar skora eftir stutt horn leit út fyrir að vera fyrirgjöf en fréttaritari heyrði að þetta hafi verið æft sem hann átti erfitt með að trúa.

" Sko, eitthvað af þessu var af æfingasvæðinu, hvort að Höggi ætlar að lobba boltanum svona í fjærvinkilinn, ég allavega tók ekki eftir því að það var æft en ég er auðvitað markmaður ég er oft að gera eitthvað annað á æfingu þannig það gæti vel verið það fór framhjá mér"

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner