Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 18. júlí 2023 22:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Evrópu Toni: Einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum
Maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var algjör snilld, ótrúlega gaman að spila svona Evrópuleiki og við fáum að spila helling í viðbót þannig það er bara snilld" var það fyrsta sem markmaður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson í viðtali við Fótbolta.net strax eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Lokatölur í kvöld sýna 2-1 sigur en sigurinn hefði getað verið mun stærri þar sem Blikar voru bara með yfirburði á vellinum oftar en ekki og hefðu sanngjörn úrslit jafnvel verið bara 4-1 fyrir Blikum.

"Það er alveg rétt hjá þér við fengum fullt af færum fannst mér allavega og ekkert bara hálf tækifæri heldur vorum við að fá þvílikt góð færi og nýttum þau ekki eða ekki öll þeirra en maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni"

Blikar fá ekki eitt mark á sig úr opnum leik í þessu einvígi, gegn liði sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann hlýtur að vera mjög sáttur með það.

"Bara mjög góð frammistaða hjá liðinu og ekkert eðlilega gaman að sjá við erum 2-1 yfir, 80 mínútur á klukkunni þá er svo auðvelt að falla bara niður og verjast en mér fannst gaman að sjá menn voru bara að hlaupa um allann völl, pressandi þá inn í þeirra eigin markteig þótt það hefði verið auðvelt að falla niður og fara í skotgrafirnar þannig bara geggjuð frammistaða hjá öllum"

Það er mikið rætt um sérstaklega á samfélagsmiðlinum Twitter þegar að Blikar eru í Evrópu um leikmanninn „Evrópu Tona" líður Antoni aðeins betur þegar að andstæðingurinn er ekki frá Íslandi? En Anton er þekktur fyrir að vera frábær í marki Blika í Evrópu einvígunum.

"Nei ég myndi nú ekki segja það, þetta er bara einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum" Sagði Anton léttur og hló vel.

Verkefnið framundan í Meistadeildinni er auðvitað FC Kaupmannahöfn, þegar að Anton var lítill gutti í Mosfellsbæ, var þetta eitthvað sem hann sá fyrir sér að gera þegar hann yrði eldri?

" Vonandi verða allavega 40 þúsund manns það væri geðveikt en maður veit ekkert hvort það verði fullur völlur, en nei ég held að lítill Anton hafi ekkert endilega verið að spá í þvi"

Markið sem Blikar skora eftir stutt horn leit út fyrir að vera fyrirgjöf en fréttaritari heyrði að þetta hafi verið æft sem hann átti erfitt með að trúa.

" Sko, eitthvað af þessu var af æfingasvæðinu, hvort að Höggi ætlar að lobba boltanum svona í fjærvinkilinn, ég allavega tók ekki eftir því að það var æft en ég er auðvitað markmaður ég er oft að gera eitthvað annað á æfingu þannig það gæti vel verið það fór framhjá mér"

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner