Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Snær: Hann vildi ekkert með mig hafa
Var ekki að skrifa undir lélegan samning
Birnir gerði samning við KA út tímabilið.
Birnir gerði samning við KA út tímabilið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hann kemur frá sænska félaginu Halmstad þar sem hann hafði verið í eitt og hálft ár, en var úti í kuldanum síðasta hálfa árið ef svo má segja.
Hann kemur frá sænska félaginu Halmstad þar sem hann hafði verið í eitt og hálft ár, en var úti í kuldanum síðasta hálfa árið ef svo má segja.
Mynd: Halmstad
Hann átti frábært tímabil með Víkingi 2023, var besti maður Íslandsmótsins og hjálpaði Víkingum að vinna bæði deild og bikar.
Hann átti frábært tímabil með Víkingi 2023, var besti maður Íslandsmótsins og hjálpaði Víkingum að vinna bæði deild og bikar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir var í tvö tímabil hjá Víkingi, kom frá HK fyrir tímabilið 2021.
Birnir var í tvö tímabil hjá Víkingi, kom frá HK fyrir tímabilið 2021.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Skil alveg að það sé sjokk fyrir marga að sjá þetta'
'Skil alveg að það sé sjokk fyrir marga að sjá þetta'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við finnum alltaf lausn á því'
'Við finnum alltaf lausn á því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir og Hans komnir í annan gulan búning.
Birnir og Hans komnir í annan gulan búning.
Mynd: Fjölnir
Birnir Snær Ingason gekk í morgun í raðir KA, gerir samning við félagið sem gildir út árið. Hann átti tæplega eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Halmstad, rifti þeim samningi og kemur í KA.

Fótbolti.net ræddi við Birni þegar hann var á leið í flug til Í Reykjavíkur frá Svíþjóð, rétt fyrir símtalið fékk Birnir leikheimild með KA og má því spila með liðinu gegn ÍA á morgun.

„Ég næ ekki vélinni til Akureyrar í kvöld, fer í fyrramálið og er svo klár í að spila á morgun, fyrst að leikheimildin er komin," segir Birnir.

Þjálfarinn vildi losna við hann
„Þetta gerist þannig að ég var búinn að vera djöflast í Halmstad á fullu, fyrsta tímabilið í Halmstad var bara fínn, en svo kemur inn nýr þjálfari sem vildi ekkert með mig hafa. Ég hélt áfram að djöflast, var í fókus, lagði mig 120% fram og passaði mig að vera í besta formi sem ég er í. En svo bara hættir hann að velja mig í hóp, var liggur við orðinn skiptimaður á æfingum og hann vildi bara losna við mig, alveg sama hvað maður gerði. Þá fórum við að skoða möguleikana, ég og Óli umboðsmaður. Það var ýmislegt sem kom upp á borðið og á endanum valdi ég KA."

Þegar þú ert ekki í hóp og orðinn skiptimaður á æfingum, áttu einhver samtöl við þjálfarann eða ráðamenn hjá félaginu?

„Ég átti alveg samtöl við þjálfarann. Hann gaf mér það að ég væri ekkert að fara spila. Í fyrsta lagi spiluðu þeir ekki með kantmenn og í öðru lagi ekki frábæran fótbolta, voru svona 30% með boltann í leiknum og það hentaði mér ekki. Ég passaði bara ekki inn í liðið, það var frekar augljóst og þjálfarinn sagði mér það alveg. Þá nennti ég ekki að hanga þarna lengur. Það fer svolítið í hausinn á manni þegar fótboltinn gengur illa, þá er lífið aðeins þyngra."

Hugsaru til baka: 'af hverju voru þeir að fá mig'?

„Ég hef alveg hugsað það, en ég skildi alveg pælinguna. Þetta var lið sem beitti skyndisóknum og ég átti að vera x-faktorinn í því. Svo var bara þetta orðið öfga-skyndisókna bolti. Þetta gekk ágætlega í fyrra, held ég hafi endað næstmarkahæstur hjá þjálfaranum sem sækir mig, en svo kom nýr þjálfari og þá gekk þetta ekki neitt."

Gaf þessu séns eins lengi og hann gat
Birnir hefur ekkert spilað síðan 10. maí, og einungis komið við sögu fimm sinnum á tímabilinu. Hvernig hafa síðustu vikur verið utan vallar?

„Þetta er allt öðruvísi en að búa á Íslandi, þú ert ekkert með fólk að heimsækja þig á hverjum degi og lífið snýst um fótbolta. Þegar hann hættir að vera, er orðinn bara að engu, þá smitast það út í allt lífið. Ég var bara búinn á því þannig séð, þetta var orðið erfitt. Ég harkaði í meira en hálft ár, þjálfarinn vildi losna við mig fljótlega, en ég sagðist ætla að reyna gera allt sem ég gæti til að komast í þetta lið. Svo bara gekk það ekki, ég allavega gaf þessu séns."

Varstu búinn að segja nei sjálfur við einhver félög?

„Ég myndi ekki segja að það hafi verið komin tilboð sem hafi farið langt, það voru tilboð á borðinu, en það var ekki eitthvað sem var bara já eða nei hvort ég myndi skrifa undir, en það voru önnur tilboð í boði."

Alvöru áskorun
Þá að KA, hvenær veistu að þú sért að fara í KA?

„Þetta gerðist mjög fljótt, það voru samræður í gangi í smá tíma, svo keyrist þetta í gang og gerist mjög fljótt. Það var í forgangi hjá mér að reyna vera áfram úti, en svo kom bara þetta tilboð og ég ákvað að stökkva á það."

„Þetta er auðvitað alvöru áskorun, þetta er lið sem er í fallbaráttu, en það er ekkert eðlilega stutt á milli í þessu. Það komu tilboð frá öðrum liðum, sem voru mjög góð líka. Það sem heillaði mig við þetta var að þetta var bara út tímabilið, ekki lengri samningur. Mér leist vel á þá áskorun að reyna hjálpa þeim að halda sér í deildinni og á sama tíma gluggi fyrir mig sjálfan."


Besta lausnin að rifta
Hvenær veistu að þú sért alfarið að fara frá Halmstad, ekki á láni?

„Það var bara í gær. Þetta var fyrst sett upp sem lán, svo passaði það einhvern veginn betur fyrir fjölskylduna að samningnum við Halmstad yrði rift í stað þess að við færum aftur út. Þá er þetta bara opið fyrir mig í janúar. Riftunin var bara græjuð, þeir vildu losna við mig og þá var held ég bara fínt fyrir þá að rifta í stað þess að ég færi á lán og kæmi svo aftur, og þyrftu að losna við mig þá. Þetta var bara best fyrir báða aðila."

„Skil alveg að þetta sjé sjokk fyrir marga"
Slúðursögur á Íslandi eru á þá leið að samningurinn sé mjög hagstæður fyrir Birni. Hvað vill Birnir segja?

„Ég held að menn sjái það alveg að kjörin skipta máli í þessu og ég var ekki að skrifa undir lélegan samning. Þetta er bara áskorun fyrir mig, hef þennan fimm mánaða glugga og svo er ég samningslaus. Auðvitað halda menn það (að þetta sé hár samningur), það voru einhverjir sem bjuggust kannski ekki við því að ég væri að fara í KA, skil alveg að það sé sjokk fyrir marga að sjá þetta."

Útilokar ekki endurkomu í Víking í framtíðinni
Það eru margir sem spyrja sig að því af hverju Birnir sé ekki að fara í Víking, þar sem hann spilaði síðast á Íslandi og blómstraði. Var hann nálægt því að fara í Víking?

„Við töluðum alveg um þann möguleika, ég útiloka ekki neitt. Ég veit ekki hvað gerist í janúar, það er allt galopið. Kannski gerist eitthvað þá, ég veit það ekki."

Evrópuleikirnir tækifæri til að sýna sig
Framundan hjá KA eru Evrópuleikir, leikir gegn danska liðinu Silkeborg. Það getur verið stór gluggi, margir að horfa. Ertu að sjá fyrir þér að ef þú stendur þig vel þá gætir þú tekið annað skref út?

„Ég hef pælt í því, Silkeborg er hörkulið, dönsku liðin eru drullugóð. Það er heillandi að spila í Evrópu, beint í alvöru leik. Ég hef oftast staðið mig best þegar við erum að spila alvöru leiki. Þetta gæti alveg eins verið gluggi til að fara í annað félag erlendis ef þetta gengur vel."

Tengingar við Akureyri og fyrrum liðsfélagi
Birnir og kærasta hans eru með tengingu við Akureyri. „Frændi minn og frænka búa þarna. Konan mín, bróðir hennar og fjölskylda býr á Akureyri, og fleiri ættingjar. Tengingin gerir þetta auðveldara."

Hjá KA hittir Birnir fyrir Hans Viktor Guðmundsson en þeir spiluðu saman hjá Fjölni. „Ég þekki kappann, við spiluðum saman í Fjölni. Það verður gaman að hitta hann aftur. Þetta er hörkulið, góðir einstaklingar í þessu liði. Eins og deildin er, það eru fjögur stig í efri hlutann, það þarf bara tengja nokkra leiki og þá er þetta farið að líta nokkuð vel út."

Til í að spila á hægri kantinum
Hallgrímur Mar Steingrímsson er herra KA, hann spilar á vinstri kantinum sem er sama staða og Birnir. Hvernig verður það leyst?

„Í dag, ef ég á að vera hreinskilinn, er mér alveg sama hvort ég spili á hægri kanti eða vinstri. Ég er hrifinn af báðu. Það er svo sem ekki mitt að leysa það, það kemur bara í ljós. Við finnum alltaf lausn á því."

Besta form lífsins
Hvernig er standið á Birni eftir tvo mánuði án fótboltaleikja?

„Ég er í besta standi lífs míns, alveg hreinskilið, ég lærði að lifa eins og atvinnumaður, tók mataræði og aukaæfingar alveg 100%, eitthvað sem ég hafði ekki alveg gert þar á undan. Ég hef ekki lagt inn jafn mikla vinnu eins og síðasta árið. Líkamlega er þetta besta stand ævinnar, en auðvitað er ég ekki með margar mínútur í skrokknum. Það verður fljótt að koma," segir Birnir.
Athugasemdir
banner