Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 18. ágúst 2022 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Rannveig: Þegar stórt er spurt er fátt um svör
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Rannveig Bjarnadóttir
Rannveig Bjarnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rannveig Bjarnadóttir, leikmaður FH, var svekkt með að liðið hafi ekki náð að sigra HK í toppslagnum í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 0 -  0 HK

Liðin náðu ekki að skora í annars fjörugum leik. FH er áfram taplaust á toppnum og með fjögurra stiga forystu á HK sem er í öðru sæti.

„Mjög mikið svekkelsi ef ég má vera hreinskilin. Við ætluðum okkur þrjú stig og ætluðum að vera afgerandi á toppnum, en það hafðist ekki í dag. Við tökum alveg stigið og erum áfram á toppnum," sagði Rannveig við Fótbolta.net.

En af hverju tókst þeim ekki að koma boltanum í netið?

„Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör. Við ætluðum okkur svo mikið að skora. Við vorum smá undir í fyrri hálfleik en svo fórum við inn í hálfleik og Guðni og Hlynur létu okkur heyra það. Við komum snælduvitlausar inn í seinni hálfleik. Við ætluðum okkur að skora en stundum tekst það ekki," sagði Rannveig ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner