Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Adam Ægir spilaði í bikarsigri - Sverrir ónotaður varamaður í fyrsta deildarleiknum
Adam Ægir Pálsson
Adam Ægir Pálsson
Mynd: Perugia
Adam Ægir Pálsson og félagar í Perugia unnu 2-0 sigur á Pineto í ítalska C-deildarbikarnum í dag.

Kantmaðurinn hefur verið að gera góða hluti frá því hann kom frá Val, en hann skoraði þrennu í síðasta bikarleik og var þá í byrjunarliðinu í dag.

Hann fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hans menn eru nú komnir áfram í 16-liða úrslitin.

Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður á bekknum hjá Panathinaikos sem tapaði fyrir Asteras Tripolis, 1-0, í fyrsta deildarleik tímabilsins í Grikklandi.

Íslendingurinn spilaði allar 120 mínúturnar gegn Ajax í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum og fékk því hvíldina í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon er byrjaður að æfa með liðinu og ætti að styttast í endurkomu hans.
Athugasemdir
banner
banner