Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Adama Traore svarar Martínez: Við mætumst aftur
Mynd: Adama Traore Instagram
Lisandro Martinez barðist við Adama Traore er Manchester United lagði Fulham að velli í opnunarleik enska úrvalsdeildartímabilsins á föstudagskvöldið.

Man Utd vann leikinn 0-1 á Craven Cottage og gerði Martinez vel í baráttunni við Traore sem er gríðarlega sterkur og snöggur kantmaður.

Martínez svaraði spurningum frá fréttamönnum Sky Sports að leikslokum og var spurður út í baráttu sína við Traore.

Þar viðurkenndi hann að Traore sé mjög erfiður að eiga við en grínaðist með að hafa 'sent hann aftur í ræktina' eftir samskipti þeirra innan vítateigs. Martínez náði þá að skella Traore á rassinn er þeir áttust við í kapphlaupi um boltann.

Traore hefur fengið veður af viðtalinu við Martínez og svaraði fyrir sig með færslu í Instagram Story, sem má sjá hér til hliðar.

„Ekki örvænta ;), við munum mætast aftur," skrifaði Traore í færsluna og birti mynd af sér afar vöðvastæltum á æfingasvæðinu.


Athugasemdir
banner