Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Kortrijk unnu 1-0 sigur á Standard Liege í fjórðu umferð belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Kortrijk hafði unnið einn og tapað tveimur í fyrstu þremur leikjum deildarinnar, en liðið var með mikla yfirburði í kvöld og vann sanngjarnan sigur.
Varamaðurinn Thierry Ambrose skoraði sigurmarkið fimm mínútum eftir að hafa komið inn á.
Liege spilaði manni færri í klukkutíma eða eftir að Henry Lawrence var rekinn af velli fyrir glórulaust brot á Mounaim El Idrissy á 34. mínútu.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Kortrijk og hélt í fyrsta sinn hreinu frá því hann kom frá norska liðinu Viking.
Kortrijk er í 9. sæti deildarinnar með 6 stig en liðið mætir næst Charleroi. Sá leikur fer fram eftir viku á heimavelli Charleroi.
Athugasemdir