KA 1 - 1 Stjarnan
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('8 )
1-1 Jóhann Árni Gunnarsson ('30 , víti)
Lestu um leikinn
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('8 )
1-1 Jóhann Árni Gunnarsson ('30 , víti)
Lestu um leikinn
KA og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í 19. umferð Bestu deildar karla í dag.
Heimamenn voru með yfirhöndina framan af fyrri hálfleiks og uppskar liðið eitt mark sem Ásgeir Sigurgeirsson gerði á 8. mínútu.
Daníel Hafsteinsson var með boltann hægra megin, beið eftir hlaupi Kára Gautasonar. Sendingin kom aftur fyrir vörnina og á Kára sem kom boltanum fyrir markið og á Ásgeir sem stýrði boltanum í nærhornið.
Stjörnumenn tóku yfir leikinn eftir markið og fengu urmul af færum til þess að jafna leikinn og það besta þegar Kári braut á Hauki Erni Brink í teignum.
Jóhann Árni Gunnarsson sendi Steinþór Má Auðunsson í vitlaust horn og skoraði af öryggi.
Það var lítið um opin marktækifæri í fyrri hálfleiknum og engin stórkostleg breyting á því í síðari hálfleiknum.
Hilmar Árni Halldórsson kom sér tvisvar í ágætis stöður til að skora. Fyrst skaut hann boltanum yfir með viðstöðulausu skoti og þá sá Steinþór við honum síðar í leiknum.
Sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma fékk Daníel Hafsteinsson dauðafæri til þess að koma KA yfir og mögulega gera sigurmarkið, en Sigurður Gunnar Jónsson, varnarmaður Stjörnunnar, náði að komast fyrir skot hans á elleftu stundu.
Bæði lið leituðu að sigurmarki á lokamínútunum en sættu sig á endanum við að deila stigunum. Stjarnan er á fram í 7. sæti og nú með 25 stig, en KA með 24 stig í 8. sæti.
Athugasemdir