Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Tíu leikmenn Fylkis spyrntu sér af botninum
Emil Ásmundsson skoraði fyrra mark Fylkis
Emil Ásmundsson skoraði fyrra mark Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik liðanna fyrr í sumar
Úr leik liðanna fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 0 - 2 Fylkir
0-1 Emil Ásmundsson ('76 )
0-2 Þóroddur Víkingsson ('86 )
Rautt spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson, Fylkir ('53) Lestu um leikinn

Fylkir er komið úr botnsæti Bestu deildar karla eftir að hafa unnið frækinn 2-0 sigur á HK í Kórnum í kvöld. Gestirnir í Fylki voru manni færri stærstan hluta síðari hálfleiks.

Árbæingar voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleiknum, alla vega framan af, en mörkin létu bíða eftir sér.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson vildi fá vítaspyrnu strax á 10. mínútu leiksins er hann var tekinn niður í teignum. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, benti á punktinn og var klár í að dæma vítaspyrnu, en hætti skyndilega við. Undarlegt atvik en áfram hélt leikurinn.

Áfram héldu Fylkismenn að sækja. Þeir komu sér oft í góðar stöður en ákvarðanatakan var að klikka.

HK-ingar ógnuðu um miðjan síðari hálfleikinn. Atli Þór Jónasson átti tvö skallafæri, fyrra sem fór framhjá markinu og það síðara í þverslá.

Staðan markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik misstu Fylkismenn Halldór Jón af velli. Hann og George Nunn voru í baráttu á vellinum, þar sem Halldór braut tivsvar á honum, áður en þeir skiptust á orðum. Halldór fleygði síðan Nunn í jörðina og uppskar rautt spjald.

Þetta efldi Fylkisliðið sem skoraði tvö mörk á tíu mínútum í restina.

Emil Ásmundsson skoraði eftir frábæran einleik Þórðar Gunnars Hafþórssonar, sem lék á þrjá, lagði boltann á Emil sem skoraði með góðu skoti.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Þóroddur Víkingsson forystuna eftir fyrirgjöf Stefáns Gísla Stefánssonar. Stefán komst fram fyrir varnarmanninn á hægri vængnum, kom boltanum fyrir á Þórodd sem skoraði með viðstöðulausu skoti.

Frábær þrjú stig í hús hjá Fylki sem er nú kominn af botninum og upp í 11. sæti með 16 stig en HK komið á botninn með aðeins 14 stig. Það er þó gott að hafa í huga að HK á leik inni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner