Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 12:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Brentford og Palace: Enginn Toney - Guéhi með bandið
Mynd: EPA
Brentford og Crystal Palace eigast við í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt. Þar er ýmislegt sem kemur á óvart.

Ivan Toney er ekki í leikmannahópi heimamanna en það hefur verið rætt mikið og ritað um framtíð hans undanfarin misseri. Óljóst er hvort hann sé meiddur eða veikur, en hann var við fulla heilsu fyrir 48 klukkustundum.

Bryan Mbeumo leiðir sóknarlínu Brentford í fjarveru Toney, með Kevin Schäde og Yoane Wissa á köntunum.

Miðvörðurinn Marc Guéhi hefur einnig verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu vikurnar þar sem hann er gríðarlega eftirsóttur og er Newcastle United til að mynda að gera sitt besta til að festa kaup á honum.

Guéhi er þó í byrjunarliði Palace og með fyrirliðabandið í dag.

Hákon Rafn Valdimarsson er á varamannabekknum hjá Brentford.

Brentford: Flekken, Roerslev, Collins, Pinnock, Ajer, Norgaard, Janelt, Jensen, Mbuemo, Schade, Wissa.
Varamenn: Valdimarsson, Carvalho, Onyeka, Mee, Yarmolyuk, Lewis-Potter, Damsgaard, Peart-Harris, Trevitt.

Crystal Palace: Henderson; Richards, Andersen, Guehi; Munoz, Wharton, Hughes, Mitchell; Kamada, Eze; Mateta
Varamenn: Johnstone, Sarr, Lerma, Ayew, Schlupp, Clyne, Edouard, Doucoure, Riad


Athugasemdir
banner
banner