Chelsea tekur á móti Manchester City í fyrsta stórleik enska úrvalsdeildartímabilsins. Leikurinn fer fram í dag og hafa byrjunarliðin verið staðfest.
Það er ýmislegt sem kemur á óvart í leikmannahópum dagsins, þar sem Axel Disasi og Raheem Sterling eru ekki í leikmannahópi Chelsea.
Enzo Maresca kýs að nota Nicolas Jackson, Christopher Nkunku og Cole Palmer í áhugaverðri sóknarlínu og þá fær Romeo Lavia byrjunarliðssæti á sterkri miðju við hlið Moises Caicedo og Enzo Fernandez.
Savinho er þá í byrjunarliði Manchester City og hefur Pep Guardiola ákveðið að nota hann og Jeremy Doku frekar heldur en Jack Grealish og Phil Foden sem byrja á bekknum.
Þá byrja John Stones og Kyle Walker á bekknum en Rodri er ekki með vegna smávægilegra meiðsla. Rico Lewis byrjar í hægri bakverði.
Chelsea: Sanchez, Gusto, Fofana, Colwill, Cucurella, Lavia, Caicedo, Enzo, Palmer, Jackson, Nkunku
Varamenn: Jörgensen, Badiashile, Tosin, Veiga, Dewsbury-Hall, Madueke, Mudryk, Neto, Guiu
Man City: Ederson, Lewis, Akanji, Dias, Gvardiol, Kovacic, De Bruyne, Bernardo, Doku, Savinho, Haaland
Varamenn: Ortega, Walker, Stones, Ake, Grealish, Nunes, Foden, O'Reilly, McAtee
Athugasemdir