Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher hefur tjáð sig um dramatíkina sem er að eiga sér stað á milli Raheem Sterling og Chelsea.
Sterling er ósáttur með að hafa ekki verið valinn í leikmannahóp Chelsea í fyrstu umferð á nýju úrvalsdeildartímabili þar sem þeir bláklæddu tóku á móti ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City.
Umboðsteymi Sterling gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins skömmu eftir að byrjunarliðin voru tilkynnt, þar sem óskað var eftir skýringum frá Chelsea á fjarveru Sterling úr leikmannahópinum.
18.08.2024 14:51
Sterling ósáttur að vera ekki í hóp
Carragher gefur lítið fyrir þessa yfirlýsingu og telur hana vera óviðeigandi.
„Ég er mikill stuðningsmaður Raheem, mér líst mjög vel á hann bæði sem leikmann og einstakling. Ég er ekki hrifinn af því hvernig Chelsea er skipulagt og rekið, en þessi yfirlýsing er hlægileg," skrifar Carragher á Twitter.
„Það var algjör óþarfi að gefa út þessa yfirlýsingu, sérstaklega klukkustund fyrir upphafsflautið! Spilaðu bara betur."
Massive fan of Raheem as a player & a lad.
— Jamie Carragher (@Carra23) August 18, 2024
Not a fan of the Chelsea set up with owners etc…
But this statement is ridiculous!
As a camp………..!
We look forward to gaining clarity…….!!
No need for a statement, especially an hour before kick off!!
Just play better ???? https://t.co/fjVpJ9dwDN
Athugasemdir