Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher segir Sterling að spila betur
Mynd: EPA
Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher hefur tjáð sig um dramatíkina sem er að eiga sér stað á milli Raheem Sterling og Chelsea.

Sterling er ósáttur með að hafa ekki verið valinn í leikmannahóp Chelsea í fyrstu umferð á nýju úrvalsdeildartímabili þar sem þeir bláklæddu tóku á móti ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City.

Umboðsteymi Sterling gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins skömmu eftir að byrjunarliðin voru tilkynnt, þar sem óskað var eftir skýringum frá Chelsea á fjarveru Sterling úr leikmannahópinum.

   18.08.2024 14:51
Sterling ósáttur að vera ekki í hóp


Carragher gefur lítið fyrir þessa yfirlýsingu og telur hana vera óviðeigandi.

„Ég er mikill stuðningsmaður Raheem, mér líst mjög vel á hann bæði sem leikmann og einstakling. Ég er ekki hrifinn af því hvernig Chelsea er skipulagt og rekið, en þessi yfirlýsing er hlægileg," skrifar Carragher á Twitter.

„Það var algjör óþarfi að gefa út þessa yfirlýsingu, sérstaklega klukkustund fyrir upphafsflautið! Spilaðu bara betur."


Athugasemdir
banner
banner