Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea og Newcastle vilja Joe Gomez
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins eins og vanalega og er úr nógu að taka á þessum fyrsta sunnudegi á nýju deildartímabili. Í pakka dagsins er meðal annars slúðrað um Joe Gomez, Giovani Lo Celso og Ilkay Gündogan.


Joe Gomez, 27, er á leið burt frá Liverpool eftir níu ár hjá félaginu og eru félög á borð við Newcastle, Chelsea, Aston Villa og Fulham áhugasöm um að kaupa varnarmanninn fjölhæfa. (Times)

Arne Slot, nýjum þjálfara Liverpool, líst vel á Gomez og vill helst ekki missa hann úr leikmannahópinum. Gomez má einungi yfirgefa félagið ef nægilega gott tilboð berst í hann. (Liverpool Echo)

José Mourinho hefur mikinn áhuga á Giovani Lo Celso, 28 ára miðjumanni argentínska landsliðsins og Tottenham. (Express)

Aston Villa, Roma og Real Betis eru einnig áhugasöm um Lo Celso, sem er ekki í áformum Ange Postecoglou á tímabilinu. Miðjumaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi við Spurs og er falur fyrir 13 milljónir punda. (Fichajes)

Ilkay Gündogan, 33, hefur sagt við stjórnendur Barcelona að hann vilji yfirgefa félagið. Þessar fregnir koma einu ári eftir að hann skipti yfir til Barca úr röðum Manchester City. (Sport)

Wolves er í kapphlaupi við Fenerbahce, Sevilla og Marseille sem eru öll að reyna að krækja í Ansu Fati, 21 árs kantmann, á láni frá Barcelona. (Sport)

Southampton er að ganga frá kaupum á Mateus Fernandes, 20, frá Sporting CP. (Daily Mail)

Dominic Calvert-Lewin, 27, gæti yfirgefið Everton fyrir gluggalok. Sean Dyche, þjálfari Everton, myndi nota peninginn til að kaupa nýjan miðjumann og kantmann. (Football Insider)

Man City ætlar að tvöfalda launagreiðslur til spænska miðjumannsins Rodrigo til að halda honum hjá félaginu næstu árin. Rodri er 28 ára gamall og með þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum við Englandsmeistarana. (Mirror)

Giorgi Mamardashvili, 23 ára markvörður Valencia og georgíska landsliðsins, er gríðarlega eftirsóttur þessa dagana. Hann vill skipta til draumafélagsins Liverpool og er Valencia reiðubúið til að selja hann, en einungis eftir að arftaki hans verður fundinn. (Football Espana)

Manchester United hefur einnig mikinn áhuga á Mamardashvili og gæti selt Jadon Sancho á næstu dögum til að fjármagna kaupin. (Mirror)

Crystal Palace nálgast samkomulag við Wolfsburg um franska miðvörðinn Maxence Lacroix, 24 ára. (Fabrizio Romano)

Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior, 24, gæti yfirgefið Arsenal fyrir gluggalok. Hann er ekki í áformum Mikel Arteta og hefur ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori verið keyptur í staðinn. (Fabrizio Romano)

FC Bayern er reiðubúið til að selja Leon Goretzka á næstu vikum en miðjumaðurinn er ekki í byrjunarliðsáformum Vincent Kompany, nýráðins þjálfara Bayern. Goretzka sjálfur, 29, vill vera áfram hjá Bayern til að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. (Florian Plettenberg)

Chelsea reyndi að skipta Raheem Sterling, 29, fyrir Federico Chiesa, 26, en félagaskiptin gengu ekki í gegn útaf alltof háum launakröfum frá Sterling. (Gianluca Di Marzio)

Yaser Asprilla, tvítugur miðjumaður Watford, er á leið burt í sumar. Útlit var að hann færi til Girona en nú virðist hann vera á leið til FC Porto. (Sport)

Leicester City gæti fengið tvö mínusstig í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa brotið fjármálareglur enska boltans. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner