Ítalski kantmaðurinn Federico Chiesa er enn til sölu eftir misheppnuð félagaskipti hans til Chelsea á dögunum.
Ítalski fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greindi frá því hvernig Juventus og Chelsea náðu samkomulagi um að skipta á Chiesa við Raheem Sterling, en félagaskiptin gengu ekki upp útaf alltof háum launakröfum Sterling.
„Staða okkar varðandi Federico Chiesa hefur ekki breyst. Hann er ekki partur af áformum okkar fyrir tímabilið," sagði Thiago Motta, þjálfari Juventus.
Chiesa er 26 ára gamall og með eitt ár eftir af samningi sínum við Juve.
Athugasemdir