Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Conte ósáttur hjá Napoli: Mun nota pirringinn á jákvæðan hátt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ítalski þjálfarinn Antonio Conte er þekktur fyrir að vera kröfuharður og liggja ekki á skoðunum sínum.

Hann tók við Napoli í sumar og voru margir sem bjuggust við erfiðleikum í samskiptum á milli Conte og Aurelio De Laurentiis forseta Napoli, sem er mjög sérstakur karakter.

Conte bjóst við að fá góðan liðsstyrk til Napoli eftir að hann tók við félaginu en er ósáttur með gang mála hingað til. Félagið er búið að kaupa varnarmennina Alessandro Buongiorno og Rafa Marín fyrir um 50 milljónir evra í heildina, auk þess að hafa krækt í Leonardo Spinazzola á frjálsri sölu frá Roma.

Romelu Lukaku og David Neres virðast auk þess vera á leið til félagsins fyrir um 50 milljónir til viðbótar.

Það virðist þó ekki vera nóg fyrir Conte, en Napoli hefur á sama tíma selt Leo Östigard og lánað nokkra leikmenn út, auk þess að missa Piotr Zielinski til Inter á frjálsri sölu.

„Þetta verður erfitt tímabil. Enduruppbyggingin er aðeins nýhafin og hún gæti gengið hægt. Ég get á þessum tímapunkti ekki sagt til um hvort hún muni taka 6 mánuði, eitt ár, tvö ár, þrjú ár eða meira. Ég veit það ekki," sagði Conte á fréttamannafundi í gær.

„Leikmenn munu þurfa að leggja mikla vinnu á sig og vera tilbúnir til að þjást saman. Ég bjóst við að koma inn í erfiðar aðstæður en ég bjóst ekki við að þær voru svona slæmar. Þetta verður erfitt.

„Það er engin tilviljun að Napoli endaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Það er stórt bil sem við þurfum að brúa. Það er mikið af vandamálum og leikmannamarkaðurinn hreyfist hægt. Ég er orðinn pirraður og ég mun nota þennan pirring á jákvæðan hátt til að hvetja leikmenn til dáða."

Athugasemdir
banner
banner