Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche ósáttur með að VAR hafi skorist í leikinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sean Dyche þjálfari Everton var svekktur eftir slæmt tap á heimavelli gegn Brighton í fyrstu umferð á nýju úrvalsdeildartímabili.

Everton tapaði 0-3 og spilaði síðasta hálftímann leikmanni færri eftir að Ashley Young varð elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að láta reka sig af velli.

„Þetta var hrikalegur leikur fyrir mig sem þjálfara. Við vorum að gera allt rétt þar til við gáfum þeim alltof auðvelt mark í fyrri hálfleik. Við vorum með stjórn á leiknum fram að því, þetta mark kom gegn gangi leiksins og breytti öllu fyrir okkur," sagði Dyche.

„Eftir það gefum við annað mark frá okkur eftir slæma ákvörðun hjá okkar leikmanni og svo missum við mann af velli með rautt spjald beint þar á eftir. Það gerði endanlega út um viðureignina. Við lentum því miður í svipuðum atvikum í byrjun á síðustu leiktíð og klóruðum okkur í hausnum yfir þessari óheppni.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik en okkur var svo refsað fyrir hver einustu mistök."


Dyche tjáði sig einnig um atvik í leiknum þar sem Simon Hooper dómari dæmdi fyrst vítaspyrnu en hætti svo við eftir ráðleggingu úr VAR herberginu. Hooper fór ekki í VAR-skjáinn á vellinum þar sem hann virkaði ekki vegna bilunar í kerfinu, heldur fylgdi hann ráðleggingu kollega sinna.

„Þetta var stór ákvörðun með vítaspyrnuna og ég skil þetta ekki alveg. Við mætum á þessa fundi þar sem okkur er sagt að VAR muni skerast minna inn í leiki á tímabilinu og að það verði lagt meira traust á dómara á ný en svo gerist þetta.

„Dómarinn var mjög vel staðsettur þegar atvikið átti sér stað og tók skýra ákvörðun um vítaspyrnu en samt þurfti VAR að skerast í leikinn."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner