Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Emil meðal þriggja Stjörnumanna sem taka út bann
Emil Atlason tekur út bann í dag.
Emil Atlason tekur út bann í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn Stjörnunnar verða í leikbanni í dag þegar liðið mætir KA í Bestu deildinni, klukkan 17 á Greifavellinum.

Þar á meðal er Emil Atlason, einn skeinuhættasti sóknarmaður deildarinnar. Guðmundur Kristjánsson og Örvar Eggertsson verða einnig í banni.

KA verður án lykilmanns því varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason tekur út bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Tveir leikir í Bestu deildinni í dag
Hinn leikur dagsins er viðureign HK og Fylkis í Kórnum. Atli Hrafn Andrason og Ívar Örn Jónsson leikmenn HK og Ásgeir Eyþórsson varnarmaður Fylkis taka út leikbann í þeim leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner