Fulham er komið aftur í viðræður við Manchester United um kaup á skoska miðjumanninum Scott McTominay. Þetta kemur fram á Sky Sports.
Man Utd hafnaði tveimur tilboðum Fulham í McTominay fyrr í sumar og ákvað Lundúnafélagið að yfirgefa viðræðurnar á meðan Untied var ekki reiðubúið að lækka verðmiðann.
Samkvæmt Sky hefur Fulham opnað viðræðurnar á nýjan leik og mun það leggja fram nýtt og endurbætt tilboð á næstu dögum, það er að segja ef viðræður munu ganga vel.
Samningur McTominay hjá United rennur út á næsta ári en félagið á möguleika á að frramlengja hann um annað ár.
McTominay hefur komið við sögu í báðum leikjum United á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum í samfélagsskildinum gegn Manchester City og spilaði þá síðustu mínúturnar í 1-0 sigrinum á Fulham í deildinni á föstudag.
Athugasemdir