Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Haaland: Hafði pirrað mig á þessu í langan tíma
Erling Braut Haaland, leikmaður Manchester City á Englandi, segist hafa pirrað sig lengi vel á vörslu sem Robert Sanchez, markvörður Chelsea, átti gegn honum í leik á síðasta ári, en Haaland tókst að kvitta fyrir það í dag.

Norðmaðurinn skoraði fyrra mark Man City í 2-0 sigrinum á Chelsea í dag.

Haaland talaði um það í viðtalinu að Sanchez hafi átt flotta vörslu gegn honum þegar þeir mættust á síðasta ári, en því hafði hann ekki gleymt.

„Ég vissi nákvæmlega hvað ég átti að gera. Þetta var mjög gott mark, en ég man á síðasta ári þá átti hann ótrúlega góða vörslu gegn mér og það pirraði mig í langan tíma, en já þetta var fullkomið mark í dag,“ sagði Haaland.

„Bestu leikmennirnir eru í bestir í auðveldustu hlutunum. Snerta boltann með hægri og senda hann með vinstri. Það er mikilvægur hlutur og Pep er alltaf að benda mér á þetta.“

„Ég vil vera meira með í leiknum og það er nákvæmlega það sem Pep vill. En þarf ég að vera meira með í svona leikjum? Það er milljón dollara spurningin. Ég vil fá fleiri stoðsendingar og verða betri leikmaður,“
sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner