Hansi Flick þjálfari Barcelona var spurður út í þýska miðjumanninn Ilkay Gündogan eftir 1-2 sigur Barca í fyrstu umferð nýs deildartímabils á Spáni.
Börsungar heimsóttu Valencia og lentu undir á 44. mínútu en komu til baka og sigruðu þökk sé tvennu frá Robert Lewandowski.
Gundogan var ekki í hóp hjá Barcelona eftir orðróm um að hann vildi yfirgefa félagið fyrir gluggalok.
„Hann var ekki með í kvöl útaf óþægindum sem hann er að glíma við. Ég býst við að hann verði hjá Barca í vetur," sagði Flick eftir sigurinn.
„Ég er búinn að ræða við hann."
Athugasemdir