Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler byrjar á sigri: Frábær tilfinning
Fabian Hürzeler, yngsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar, fór gríðarlega vel af stað með Brighton er liðið heimsótti Everton í fyrstu umferð nýs deildartímabils í gær.

Brighton gerði sér lítið fyrir og vann 0-3 sigur á Goodison Park og var Hürzeler himinlifandi að leikslokum.

„Þetta er frábær tilfinning en ég vil ekki beina athyglinni að sjálfum mér. Leikmennirnir og starfsmennirnir innan félagsins eiga þennan sigur skilið, þeir hafa lagt mikið á sig fyrir félagið og ég er þeim gríðarlega þakklátur," sagði Hurzeler eftir lokaflautið.

„Þetta var erfiður leikur, það er mjög mikil ákefð og áhorfendur létu í sér heyra en við vörðumst mjög vel og nýttum tækifærin okkar. Þetta eru mjög ljúf stig.

„Ég er virkilega ánægður með hvernig strákarnir vörðust sem liðsheild. Það segir mikið til um hvernig leikmannahóp ég er með í höndunum.

„Þetta er góð byrjun fyrir okkur en ekkert meira en það. Við þurfum að vera hógværir og mæta inn í næsta leik af fullum krafti."


Brighton er búið að selja Deniz Undav og Pascal Gross úr leikmannahópinum í sumar en krækti í leikmenn á borð við Mats Wieffer, Yankuba Minteh og Brajan Gruda til að styrkja hópnn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner