Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Mikilvægir heimaleikir fyrir KA og HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem eru tveir leikir á dagskrá í Bestu deild karla og fimm leikir í Lengjudeildinni.

Þar er mikil spenna í báðum deildum, þar sem KA og HK eiga heimaleiki í neðri hlutanum.

KA tekur þar á móti Stjörnunni í baráttu um sæti í efri hlutanum fyrir tvískiptingu, á meðan HK mætir Fylki í botnslag.

Í Lengjudeildinni á topplið Fjölnis erfiðan útileik gegn Þór á meðan ÍBV tekur á móti fallbaráttuliði Gróttu.

Aðeins eitt stig skilur á milli Fjölnis og ÍBV í titilbaráttunni, en Keflavík, Njarðvík og ÍR fylgja í næstu sætum á eftir - fjórum til fimm stigum eftirá.

Þá eru einnig leikir í úrslitakeppni í 2. deild kvenna sem og í riðlakeppni 5. deildar.

Besta-deild karla
17:00 KA-Stjarnan (Greifavöllurinn)
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)

Lengjudeild karla
14:00 ÍR-Njarðvík (ÍR-völlur)
14:00 Keflavík-Dalvík/Reynir (HS Orku völlurinn)
14:00 Grindavík-Leiknir R. (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
16:00 Þór-Fjölnir (VÍS völlurinn)
16:00 ÍBV-Grótta (Hásteinsvöllur)

2. deild kvenna - C úrslit
13:00 Vestri-Álftanes (Kerecisvöllurinn)

5. deild karla - A-riðill
18:00 Álafoss-Hafnir (Malbikstöðin að Varmá)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner