Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 20:08
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þungt tap í fyrsta leik Conte
Antonio Conte snéri aftur í Seríu A í dag er hann stýrði liði Napoli í óvæntu 3-0 tapi gegn Hellas Verona í fyrstu umferð deildarinnar í dag.

Ítalski þjálfarinn er goðsögn í Seríu A eftir að hafa unnið hana fjórum sinnum. þrisvar með Juventus og einu sinni með Inter.

Napoli fékk tvö bestu færi fyrri hálfleiksins en þeir André-Frank Zambo Anguissa og Khvicha Kvaratskhelia fóru illa með færin. Í byrjun síðari kom Dailon Livramento liði Verona í forystu með auðveldri afgreiðslu áður en Daniel Mosquera tryggði sigurinn með tveimur mörkum á síðustu fimmtán mínútunum.

Öruggt hjá Verona og þá er þetta í fyrsta sinn sem Conte tapar í fyrstu umferð deildarinnar.

Bologna og Udinese gerðu 1-1 jafntefli. Riccardo Orsolini skoraði eina mark Bologna úr vítaspyrnu en Lautaro Giannetti gerði mark Udinese ellefu mínútum síðar.

Lukasz Skorupski varði fyrst vítaspyrnu Florian Thauvin aftur fyrir endamörk, en úr hornspyrnunni skoraði Giannetti með skalla.

Heimamenn fengu endalaus færi til að skora fleiri mörk en nýttu stöðurnar illa. Lokatölur því 1-1.

Bologna 1 - 1 Udinese
1-0 Riccardo Orsolini ('57 , víti)
1-1 Lautaro Giannetti ('68 )
1-1 Florian Thauvin ('68 , Misnotað víti)

Verona 3 - 0 Napoli
1-0 Dailon Rocha Livramento ('50 )
2-0 Daniel Mosquera ('75 )
3-0 Daniel Mosquera ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner
banner