Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester að ganga frá kaupum á Oliver Skipp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nýliðar Leicester City eru nálægt því að krækja í miðjumanninn varnarsinnaða Oliver Skipp úr röðum Tottenham Hotspur.

Skipp er 23 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Tottenham og hefur í heildina komið við sögu í 106 leikjum fyrir félagið.

Hann kom við sögu í 24 leikjum á síðustu leiktíð en hann hefur aldrei átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham.

Skipp hefur einu sinni verið lánaður út, þegar hann fór til Watford tímabilið 2020-21 og stóð sig afar vel í Championship deildinni.

Skipp trúir ekki að hann geti unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Tottenham og því vill hann ólmur skipta yfir til félags þar sem hann getur fengið mikilvægara hlutverk.

AP fréttastofan greinir frá þessum fregnum og segir að Skipp muni gangast undir læknisskoðun hjá Leicester í dag.

Hjá Leicester myndi Skipp endursameinast fyrrum liðsfélaga sínum hjá Tottenham, honum Harry Winks.

Skipp verður sjötti leikmaðurinn til að ganga í raðir Leicester í sumar eftir leikmönnum á borð við Bobby Decordova-Reid og Facundo Buonanotte.

Leicester mun borga um 25 milljónir punda til að kaupa Skipp.
Athugasemdir