Southampton er að ganga frá kaupum á efnilegum portúgölskum miðjumanni sem kemur til liðsins úr röðum Sporting CP.
Sá heitir Mateus Fernandes og er 20 ára gamall. Hann mun koma inn eftir að Southampton festi kaup á Cameron Archer og Lesley Ugochukwu á dögunum.
Southampton er einnig búið að krækja í Flynn Downes, Taylor Harwood-Bellis, Ben Brereton Díaz, Yukinari Sugawara, Adam Lallana og fleiri leikmenn í mjög virkum sumarglugga.
Rúben Amorim, þjálfari Sporting CP, staðfesti félagaskiptin í viðtali í gær.
„Hann er að fara, það er satt," sagði Amorim.
Southampton er talið borga tæplega 20 milljónir evra fyrir Fernandes, sem er mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Portúgala.
Athugasemdir