Gary O'Neil þjálfari Wolves svaraði spurningum á fréttamannafundi eftir 2-0 tap á útivelli gegn Arsenal í fyrstu umferð.
Hann nýtti tækifærið til að hvetja stjórn félagsins til að kaupa nýja leikmenn inn til að styrkja gæðin í leikmannahópinum eftir sölur á Pedro Neto og Max Kilman fyrir tæpar 100 milljónir punda í sumar.
„Næstu vikur eru mjög mikilvægar fyrir okkur, 100 milljónir eru mikill peningur. Við fengum 100 milljónir inn í fyrrasumar og aftur 100 milljónir í ár," sagði O'Neil.
„Ef við notum þessa peninga ekki rétt þá verður róðurinn sífellt þyngri fyrir liðið."
Athugasemdir