Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 16:46
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Steinn og Birnir Snær skoruðu - Elías Már lagði upp gegn Ajax
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum hjá FC Kaupmannahöfn í nágrannaslag gegn Viborg í danska boltanum í dag og var staðan markalaus í leikhlé.

Jacob Neestrup ákvað þá að senda Orra Stein inn af bekknum en það voru gestirnir í liði Viborg sem tóku forystuna. Hún lifði í 20 mínútur, allt þar til Orri Steinn gerði jöfnunarmark fyrir Kaupmannahöfn og urðu lokatölur 1-1.

FCK er enn taplaust og á ellefu stig eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýju tímabili. Þetta er aðeins annað stigið sem Viborg nælir sér í. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekknum hjá FCK.

Fyrr í dag voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason í byrjunarliði Sönderjyske sem lagði Randers á útivelli.

Það var Íslendingaslagur í hollenska boltanum í dag þegar Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax á útivelli gegn nýliðum NAC Breda.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Breda og lagði hann fyrsta mark leiksins upp á 58. mínútu, skömmu eftir að Kristian hafði verið skipt af velli.

Ajax jafnaði skömmu síðar en Breda skoraði sigurmark í uppbótartíma til að stela sigrinum eftir að hafa verið lakari aðilinn á vellinum. Frábær sigur engu að síður fyrir Breda sem er með þrjú stig eftir tvær umferðir, alveg eins og Ajax.

Þá komu nokkrir Íslendingar einnig við sögu í Svíþjóð, þar sem Birnir Snær Ingason skoraði eina mark Halmstad í 3-1 tapi gegn GAIS. Gísli Eyjólfsson var einnig í byrjunarliði Halmstad í tapinu og er liðið í fallbaráttu, með 21 stig eftir 19 umferðir.

Andri Fannar Baldursson fékk þá að spreyta sig í jafnteflisleik hjá Elfsborg en Eggert Aron Guðmundsson var ónotaður varamaður. Elfsborg er í efri hluta deildarinnar eftir jafnteflið, sex stigum frá Evrópusæti.

Valgeir Lunddal Friðriksson og Hlynur Freyr Karlsson mættust að lokum er Häcken vann góðan útisigur gegn Brommapojkarna.

Valgeir og félagar í Hacken eru fimm stigum frá Evrópusæti eftir sigurinn, á meðan Hlynur og félagar í Bromma eru sex stigum fyrir ofan fallsæti.

FCK 1 - 1 Viborg
0-1 J. Vester ('58)
1-1 Orri Steinn Óskarsson ('79)

GAIS 3 - 1 Halmstad
1-0 F. Beckman ('23)
2-0 A. Holmström ('30)
2-1 Birnir Snær Ingason ('54, víti)
3-1 A. Henriksson ('95)

Randers 1 - 2 Sonderjyske

NAC Breda 2 - 1 Ajax

Mjallby 1 - 1 Elfsborg

Brommapojkarna 1 - 3 Hacken


Athugasemdir
banner
banner