Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Panathinaikos í viðræðum um kaup á Pellistri
Fabrizio Romano greinir frá því að gríska félagið Panathinaikos, sem íslensku landsliðsmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon eru samningsbundnir, sé í viðræðum við Manchester Unitd um kaup á Facundo Pellistri.

Pellistri er 22 ára kantmaður frá Úrúgvæ sem hefur verið á mála hjá Man Utd síðustu fjögur ár en hefur ekki tekist að vinna sig upp goggunarröðina í byrjunarliðsbaráttunni.

Pellistri, sem á 26 landsleiki að baki fyrir Úrúgvæ, skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar á láni hjá Granada á seinni hluta síðustu leiktíðar, en hann á í heildina 25 leiki að baki fyrir Man Utd.

Kantmaðurinn er með eitt ár eftir af samningi sínum á Old Trafford, með möguleika á eins árs framlengingu, en hann er búinn að gefa upp vonina í byrjunarliðsbaráttunni og vill ólmur skipta um félag.
Athugasemdir
banner