Brasilíski miðjumaðurinn Andreas Pereira segist vera ánægður hjá Fulham þrátt fyrir orðróma sem segja hann vera á förum frá félaginu.
The Athletic spurði Pereira út í þessa orðróma og hann segir ekkert vera til í þeim.
„Ég og fjölskylda mín erum mjög ánægð hérna hjá Fulham. Mér líður vel hjá félaginu og með Marco Silva við stjórnvölinn, hann er mikilvægur fyrir mig," sagði Pereira.
„Það er synd að Willian mun yfirgefa félagið því þá verða tveir bestu vinir mínir farnir eftir að Joao (Palhinha) var seldur. Sem betur fer hef ég Rodrigo Muniz ennþá með mér hérna. Ég mun auðvitað eignast nýja vini með tímanum en ég veit líka að ég mun sakna Joao og Willian sárlega á næstu vikum.
„Leikmannahópurinn hérna er mjög góður og stemningin er frábær. Við erum eins og ein stór fjölskylda."
Athugasemdir