Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Þór í sigurliði - Ísak og félagar úr leik
Mynd: Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar komu við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu og var Rúnar Þór Sigurgeirsson á sínum stað í bakvarðarstöðunni hjá Willem II sem sigraði 2-0 á heimavelli gegn Go Ahead Eagles.

Rúnar Þór lék allan leikinn og er Willem komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Viðar Ari Jónsson kom þá inn af bekknum í dýrmætum sigri HamKam í efstu deild norska boltans, þar sem liðið er sex stigum fyrir ofan fallsvæðið með 24 stig úr 19 umferðum. Viðar og félagar voru lengi vel í fallsæti en eru búnir að sigra þrjá af fimm síðustu deildarleikjum sínum.

Júlíus Magnússon bar fyrirliðaband Fredrikstad í stóru tapi á heimavelli gegn Brann. Fredrikstad er í harðri baráttu um Evrópusæti og er í fimmta sæti norsku deildarinnar, fimm stigum á eftir Brann sem situr í öðru sæti.

Anton Logi Lúðvíksson kom inn af bekknum og fékk að spila hálftíma áður en honum var skipt aftur útaf í 2-2 jafntefli Haugesund gegn Sarpsborg. Haugesund er í fallsæti, með 18 stig eftir 19 umferðir.

Jón Dagur Þorsteinsson kom þá inn af bekknum snemma í síðari hálfleik í 1-1 jafntefli OH Leuven gegn Cercle Brugge í efstu deild belgíska boltans, á meðan Alfreð Finnbogason var ónotaður varamaður í góðum sigri Eupen í næstefstu deild.

Leuven er taplaust eftir fjórar umferðir og er komið með sex stig eftir þetta jafntefli, en Eupen var að spila í fyrstu umferð.

Í þýska bikarnum var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem tapaði 2-0 gegn Dynamo Dresden og var þannig slegið úr leik.

Að lokum kom hinn efnilegi Nóel Atli Arnórsson við sögu er AaB steinlá á heimavelli gegn Bröndby í efstu deild danska boltans. Álaborg er þar með sex stig eftir fimm umferðir.

Willem II 2 - 0 G.A. Eagles

HamKam 1 - 0 Odd

Fredrikstad 0 - 4 Brann

Sarpsborg 2 - 2 Haugesund

Leuven 1 - 1 Cercle Brugge

RFC Liege 0 - 3 Eupen

Dynamo Dresden 2 - 0 Fortuna Dusseldorf

AaB 0 - 4 Brondby

Athugasemdir
banner
banner