Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Glímdi við Havertz og káfaði á Jesus
Mynd: EPA
Kai Havertz skoraði fyrra mark leiksins í 2-0 sigri Arsenal gegn Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Hann var þó heppinn að sleppa við að fá spjald eftir samskipti sín við Yerson Mosquera, leikmann Wolves og kólumbíska landsliðsins.

Havertz og Mosquera lentu í svakalegum glímuátökum sem svipuðu helst til MMA bardagaíþróttarinnar, þar sem Mosquera var kominn með hálstak á Havertz eftir að Þjóðverjinn togaði Kólumbíumanninn með sér til jarðar.

Atvikið má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan og eru einhverjir sem telja að hvor leikmaður hafi átt að fá rautt spjald fyrir sinn þátt í átökunum.

Seinna í leiknum tókst Mosquera þó að fiska gult spjald á Gabriel Jesus, sem kom af bekknum í liði Arsenal.

Kólumbíumaðurinn efnilegi snerti þá viðkvæman stað hjá Jesus þegar Brasilíumaðurinn beygði sig til jarðar.

Jesus brást við með að hrinda Mosquera í jörðina og uppskar gult spjald fyrir, en Mosquera slapp án spjalds.



Incident between Havertz and Mosquera, no card given
byu/Chelseatilidie insoccer

Athugasemdir
banner
banner