Liverpool heimsótti Ipswich Town í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni.
Liðin áttust við í hádegisleiknum í gær og vann Liverpool 0-2. Arne Slot vann þar með sinn fyrsta leik við stjórnvölinn hjá Liverpool og er fyrsti nýi þjálfari liðsins til að afreka það á þessari öld.
Síðustu þjálfurum Liverpool hafði ekki tekist að byrja stjórnartíð sína hjá félaginu með sigri hingað til.
Mohamed Salah skoraði og lagði upp í sigrinum og bætti þar með úrvalsdeildarmet.
Enginn leikmaður hefur komið að jafn mörgum mörkum eða skorað jafn mikið og Salah á opnunarhelgi enska úrvalsdeildartímabilsins. Egyptinn er gríðarlega duglegur við að skora og leggja upp í fyrstu umferð, þar sem hann er kominn með 9 mörk og 5 stoðsendingar í heildina í leikjum sem fara fram á opnunarhelginni.
Athugasemdir