Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Engin draumabyrjun hjá Real Madrid
Kylian Mbappe mistókst að skora í fyrsta deildarleiknum
Kylian Mbappe mistókst að skora í fyrsta deildarleiknum
Mynd: EPA
Vedat Muriqi skoraði mark Mallorca
Vedat Muriqi skoraði mark Mallorca
Mynd: EPA
Stjörnum prýtt lið Real Madrid tapaði stigum í fyrsta deildarleik tímabilsins er það gerði jafntefli við Real Mallorca, 1-1, í kvöld.

Nýja 'Galacticos-liðið' var með sitt allra besta lið í kvöld. Kylian Mbappe spilaði sinn fyrsta deildarleik og fór þetta nokkuð vel af stað.

Brasilíumaðurinn Rodrygo skoraði eftir þrettán mínútur eftir glæsilega stoðsendingu frá samlanda sínu, Vinicius Junior, sem lagði hann fyrir Rodrygo með hælnum sem skoraði síðan fyrsta mark tímabilsins.

Varnarleikur Madrídinga var hins vegar ekki upp á tíu. Thibaut Courtois gerði slæm mistök í markinu undir lok fyrri hálfleiks er hann varði fyrirgjöf út á Vedat Muriqi, en Courtois bjargaði andliti með góðri vörslu.

Í byrjun síðari hálfleiks jafnaði Mallorca. Dani Rodriguez átti fyrirgjöf á kollinn á Muriqi sem skoraði.

Kylian Mbappe fékk nokkur góð færi í leiknum en Dominik Greif, markvörður Mallorca, sá við honum í öll skiptin. Undir lok leiks fékk þá franski bakvörðurinn Ferland Mendy að líta rauða spjaldið fyrir brot á Muriqi og þar við sat.

Engin draumabyrjun hjá Real Madrid, sem varð bæði Evrópu- og Spánarmeistari á síðustu leiktíð.

Rayo Vallecano vann þá óvæntan 2-1 sigur á Real Sociedad í Baskalandi. Jorge Sebastian og Sergio Camello skoruðu mörk Vallecano en það var maðurinn sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, Martin Zubimendi, sem gerði mark Sociedad undir lok leiks.

Real Sociedad 1 - 2 Rayo Vallecano
0-1 Jorge De Frutos Sebastian ('67 )
0-2 Sergio Camello ('84 )
1-2 Martin Zubimendi ('90 )

Mallorca 1 - 1 Real Madrid
0-1 Rodrygo ('13 )
1-1 Vedat Muriqi ('53 )
Rautt spjald: Ferland Mendy, Real Madrid ('90)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
11 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner