Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   sun 18. ágúst 2024 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Parish: Guéhi líður mjög vel hjá Crystal Palace
Mynd: EPA
Steve Parish, forseti enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, tjáði sig um enska landsliðsmiðvörðinn Marc Guéhi í dag enda er Newcastle United að reyna að kaupa hann úr röðum Palace.

Palace er talið vera búið að hafna fjórum kauptilboðum frá Newcastle og að það síðasta hafi hljóðað upp á 65 milljónir punda í heildina.

„Marc og umboðsteymi hans er fólk sem vill gera hlutina rétt og við hjá félaginu kunnum að meta það," byrjaði Parish á að segja.

„Við eigum eftir að taka samtal um persónulegu kjörin hjá Marc og hvort Crystal Palace geti verið rétta félagið fyrir hann til framtíðar. Við eigum í góðu sambandi en ég veit ekki hvað hann er að hugsa, við eigum eftir að setjast niður og ræða málin af alvöru.

„Honum líður mjög vel hjá Crystal Palace og hann er þessi týpa af manneskju sem er ekki að spá alltof mikið í framtíðinni."

Athugasemdir