Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sungu nafn Messi er Ronaldo neitaði verðlaunapening
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al-Nassr í stóru tapi í úrslitaleik Ofurbikars Sádi-Arabíu í gær.

Al-Nassr mætti þar Al-Hilal og leiddi 1-0 í leikhlé en endaði á að tapa 1-4, eftir tvennu frá Aleksandar Mitrovic og sitthvort markið frá Malcom og Sergej Milinkovic-Savic.

Stuðningsmenn ríkjandi deildarmeistara Al-Hilal létu vel í sér heyra í sigrinum og kölluðu þeir nafn Lionel Messi í tilraun til að ergja Ronaldo.

Það er ekki leyndarmál að Ronaldo og Messi hafa stóran hluta ferilsins verið að keppast um hin ýmsu met og virðist Messi ætla að hafa betur á sínum ferli.

Stuðningsmenn andstæðinga Al-Nassr kjósa því að nýta hvert tækifæri sem gefst til að strá salti í sárin á Ronaldo.

Þessi taktík virðist hafa náð einhverjum árangri í gær því Ronaldo var augljóslega mjög tilfinningaríkur að leikslokum og rauk af velli án þess að taka við verðlaunapening fyrir að enda í öðru sæti.

Al Hilal fans chanting "Messi Messi" to Ronaldo while beating him 4-1.
byu/Cyrax_0875 insoccer


Ronaldo left the stadium and didn’t receive his silver medal
byu/TheCules insoccer


Cristiano Ronaldo telling the Al-Nassr players they’re sleeping after Al-Hilal scored 4 goals in 17 minutes
byu/Bald-Eagle619 insoccer

Athugasemdir
banner
banner