Belgíski landsliðsmaðurinn Arthur Theate er búinn að skrifa undir samning við þýska félagið Eintracht Frankfurt, sem fær hann á láni úr röðum Rennes með kaupmöguleika sem hljóðar upp á tæplega 20 milljónir evra.
Theate er 24 ára gamall og leikur sem miðvörður að upplagi þó hann geti einnig spilað í vinstri bakvarðarstöðunni.
Theate lék á láni hjá Bologna tímabilið 2021-22 og gerði flotta hluti, en skipti svo yfir til Rennes og fékk byrjunarliðssæti í franska boltanum.
Nú var þó komið að næstu félagaskiptum Theate sem vildi ólmur reyna fyrir sér á nýju sviði. Hann var næstum genginn til liðs við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en þau skipti gengu ekki upp svo hann hélt til Þýskalands í staðinn.
Rennes kaupir Fabrício Bruno frá Flamengo til að fylla í skarðið fyrir Theate, en Nottingham Forest hefur verið á höttunum eftir honum í sumar.
Hier noch ganz offiziell die Unterschrift von @ArthurTheate ??????#SGE | #GudeArthur pic.twitter.com/48T9XHxXwR
— Eintracht Frankfurt (@Eintracht) August 18, 2024
Athugasemdir