Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
Toney ekki með útaf mögulegum félagaskiptum
Thomas Frank, þjálfari Brentford, svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace sem hefst bráðlega.

Frank var þar spurður út í fjarveru framherjans Ivan Toney úr leikmannahópinum aðeins tveimur dögum eftir að hafa sagt í viðtali að Toney yrði með í opnunarleik tímabilsins.

Hinn 28 ára gamli Toney á aðeins eitt ár eftir af samningi við Brentford og virðist ekki hafa áhuga á að semja aftur við félagið. Það eru fjársterk fótboltalið sem hafa áhuga á framherjanum og er hann líklega á leið burt frá Brentford fyrir lok félagaskiptagluggans.

„Við ákváðum að skilja Ivan eftir heima útaf öllu sem er í gangi í kringum hann. Það eru einhver félög áhugasöm og þess vegna notum við hann ekki í dag," sagði Frank.

„Við sýndum það á síðustu leiktíð að við getum spilað án hans en það er mögulegt að hann verði áfram hjá okkur. Það er áhugi á honum en það er ekkert félag enn komið nálægt því að ná samkomulagi um kaupverð."
Athugasemdir
banner
banner