Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 18. ágúst 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Toney til Sádi-Arabíu?
Sádi-arabíska félagið Al-Ahli hefur átt í viðræðum við Brentford um enska framherjann Ivan Toney en þetta segir fréttastofa Sky Sports í kvöld.

Fabrizio Romano sagði frá því í kvöld að Brentford hafi hafnað 35 milljóna punda tilboði Al-Ahli í síðustu viku.

Sky vill þó meina að Brentford hafi ekki hafnað tilboðinu, heldur að það sé í skoðun.

Toney, sem er 28 ára gamall, var ekki í leikmannahópi Brentford í 2-1 sigrinum á Crystal Palace í dag, sem ýtir undir það að hann sé á förum frá félaginu.

Samkvæmt Romano hefur Toney ekki tekið ákvörðun um framtíðina og hvort hann sé klár í að fara til Sádi-Arabíu á þessum tímapunkti en það mun koma betur í ljós á næstu dögum.

Roberto Firmino, Riyad Mahrez, Edouard Mendy, Franck Kessie og Gabri Veiga eru allir á mála hjá Al Ahli, en Allan Saint-Maximin fór frá félaginu í sumar og gerði eins árs lánssamning við tyrkneska félagið Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner