Bakvörðurinn þaulreyndi Ashley Young var í byrjunarliði Everton sem tapaði 0-3 á heimavelli gegn Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Staðan var 0-2 þegar Young braut af sér sem aftasti varnarmaður og fékk beint rautt spjald að launum.
Young bætti úrvalsdeildarmet með þessu rauða spjald, þar sem hann varð elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að láta reka sig útaf.
Young er rúmlega 39 ára gamall og byrjaði ferilinn sinn sem kantmaður en breyttist yfir í bakvörð því eldri sem hann varð.
39 - At 39 years and 39 days, Ashley Young is the oldest player to ever be sent off in the Premier League. Ironic. #EVEBHA
— OptaJoe (@OptaJoe) August 17, 2024
Athugasemdir