
Leikdegi Breiðabliks og Tindastóls í Bestu-deild kvenna hefur verið breytt vegna Evrópuleiks karlaliðs Breiðabliks. Kemur þetta fram á vefsíðu KSÍ.
Breiðablik átti að mæta Tindastól miðvikudaginn 20. ágúst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli en leikurinn mun fara fram föstudaginn 22. ágúst klukkan 19:00.
Breiðablik átti að mæta Tindastól miðvikudaginn 20. ágúst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli en leikurinn mun fara fram föstudaginn 22. ágúst klukkan 19:00.
Karlalið Breiðabliks tekur á móti Virtus frá San Marínó í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 21. ágúst.
Ef Breiðablik vinnur einvígið þá er liðið komið inn í deildarkeppni Sambandsdeild UEFA.
Kvennalið Breiðabliks varð á dögunum bikarmeistari en liðið er jafnframt á toppi Bestu deildarinnar.
Athugasemdir