Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búist við því að Preston verði áfangastaðurinn fyrir Andra Lucas
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það virðist flest benda til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen muni ganga í raðir Preston North End í næst efstu deild Englands.

Andri hefur líka verið orðaður við Utrecht í Hollandi en þar var sóknarmaðurinn Sebastian Haller að semja í morgun. Haller er fyrrum sóknarmaður Ajax og Borussia Dortmund.

Svo í kjölfarið kom fram hjá Lancashire Post að búist sé við því að Andri Lucas muni ganga í raðir Preston á láni frá Gent í Belgíu.

Preston sé að vinna í því að fá hann á láni áður en félagaskiptaglugginn lokar 1. september næstkomandi.

Andri Lucas gekk til liðs við Gent frá Lyngby í Danmörku á síðasta ári fyrir tæpar þrjár milljónir evra. Hann hefur spilað 48 leiki fyrir belgíska liðið, skorað fimm mörk og lagt upp tvö.

Stefán Teitur Þórðarson, liðsfélagi Andra í landsliðinu, er leikmaður Preston.
Athugasemdir
banner
banner