Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ugarte fær að kenna á því eftir hræðilega innkomu
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Manuel Ugarte átti býsna dapra innkomu þegar Manchester United tapaði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ugarte var keyptur á 60 milljónir evra frá Paris Saint-Germain fyrir síðasta tímabil og náði ekki að heilla stuðningsmenn United á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu.

Hann byrjaði á bekknum í gær þegar United mætti Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, en átti erfiða innkomu inn af bekknum í síðari hálfleik.

Hann kom inn á fyrir Casemiro og var næstum því búinn að gefa mark stuttu eftir að hann kom inn á. Hann átti svo hörmulegt skot í álitlegri sókn.

Ugarte, sem er 24 ára, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum United sem vilja margir hverjir bara losna við hann frá félaginu.

Hér fyrir neðan má sjá brot af umræðunni á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter).













Athugasemdir