Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
   mán 18. ágúst 2025 13:55
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hádeginu var haldinn kynningarfundur fyrir bikarúrslitaleik karla, leik Vals og Vestra sem fram fer á föstudagskvöld á Laugardalsvelli. Fótbolti.net ræddi við þjálfara og fyrirliða liðanna.

Í upphafi viðtalsins við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, var þó rætt um stórt atvik í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í gær. Vestri skoraði þá jöfnunarmark sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu.

Davíð og hans menn voru alls ekki sáttir og miðað við þær upptökur sem hafa birst virðist líklega um dómaramistök að ræða.

„Ég get með engu móti séð hvernig hann fær út að þetta er rangstaða. Vinstri bakvörður Stjörnunnar situr eftir og miðað við þær myndir og myndbönd sem ég hef séð þá get ég ekki séð að Túfa sé rangstæður. Ég get heldur ekki séð hvernig hann á að hafa áhrif á Árna á markinu, hann er á leiðinni vinstra megin við markvörðinn og Árni hægra megin," segir Davíð eftir að hafa skoðað atvikið gaumgæfilega.

„Það er gríðarlega svekkjandi að búið sé að taka af okkur þrjú mörk í sumar sem hefðu klárað okkur fleiri stigum. Það er auðvitað svekkjandi. Gamla tuggan var að sóknarmaðurinn ætti að njóta vafans, það er ekki komið VAR í íslenska boltann en það virðist þó hafa dáið að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans." Gegn Aftureldingu var líka tekið af okkur mark þar sem ofboðslega erfitt er að sjá að það hafi verið rangstaða. Þetta er bara dýrt.

Þó Vestri hafi ekki fengið stig út úr leiknum ætlar Davíð að horfa á það jákvæða.

„Við stóðum okkur vel í þessum leik. Þetta var ekki auðvelt verkefni og mér fannst liðið leggja allt í þetta."

Davíð Smári
Athugasemdir
banner