Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. september 2020 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild: Viktor Örn tryggði ÍR dramatískan sigur í Njarðvík
Viktor Örn fagnar marki (mynd frá því í fyrra).
Viktor Örn fagnar marki (mynd frá því í fyrra).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 2 - 3 ÍR
1-0 Marc McAusland ('37, víti)
1-1 Bergvin Fannar Helgason ('51)
1-2 Axel Kári Vignisson ('63)
2-2 Atli Fannar Hauksson ('76)
2-3 Viktor Örn Guðmundsson ('90+5)

Njarðvík tók á móti ÍR í fyrri leik dagsins í 2. deild karla. Heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi eftir að Marc McAusland skoraði úr vítaspyrnu á 37. mínútu.

Bergvin Fannar jafnaði leikinn fyrir gestina á 51. mínútu og það var Axel Kári sem kom gestunum yfir á 63. mínútu með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Atli Fannar Hauksson jafnaði metin fyrir heimamenn á 76. mínútu eftir sendingu frá Kenneth Hogg.

Á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði svo Viktor Örn Guðmundsson sigurmarkið fyrir gestina þegar hann stýrði fyrirgjöf í netið, óvæntur sigur gestanna staðreynd.

ÍR er með 16 stig eftir sautján leiki, sex stigum frá fallsæti. Njarðvík er í 3. sæti, fjórum stigum frá toppliðunum sem eiga leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner