Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   sun 18. september 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Stórleikir á svakalegum sunnudegi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er svakalegur dagur framundan í ítalska boltanum þar sem Inter byrjar daginn á útileik gegn Udinese. Juventus tekur svo við á útivelli gegn nýliðum Monza á meðan Fiorentina og Lazio mæta einnig til leiks á þessum frábæra sunnudegi.


Veislan hefst fyrir alvöru þegar Roma tekur á móti Atalanta klukkan 16:00. Eftir leikslok í Róm er enn stærri stórleikur á dagskrá í Mílanó, þar sem AC Milan mætir Napoli í risaslag.

Það ríkir gríðarlega mikil eftirvænting fyrir þessari umferð. Udinese hefur verið að spila vel og gæti reynst erfiður andstæðingur fyrir Inter á meðan Juve hefur verið að spila herfilega og þarf að fara varlega gegn Monza.

Átta efstu lið deildarinnar mæta til leiks í dag þar sem pakkinn er ótrúlega þéttur uppi á toppinum. Hægt er að skoða stöðutöfluna hér fyrir neðan.

Stöð 2 Sport 2 er með sýningarréttinn á ítalska boltanum.

Leikir dagsins:
10:30 Udinese - Inter
13:00 Monza - Juventus
13:00 Fiorentina - Verona
13:00 Cremonese - Lazio
16:00 Roma - Atalanta
18:45 Milan - Napoli


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner
banner