ÍR 1 - 4 Keflavík
0-1 Kári Sigfússon ('11 )
0-2 Ásgeir Helgi Orrason ('24 )
0-3 Mihael Mladen ('27 )
1-3 Hákon Dagur Matthíasson ('44 )
1-4 Kári Sigfússon ('74 )
1-4 Hákon Dagur Matthíasson ('83 , misnotað víti)
Rautt spjald: Axel Ingi Jóhannesson, Keflavík ('82) Lestu um leikinn
Keflavík er í ansi góðri stöðu eftir sigur á ÍR á ÍR-vellinum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um sæti í Bestu deildinni.
Keflvíkingar byrjuðu sterkt í dag en Kári Sigfússon kom liðinu yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik. Ásgeir Helgi Orrason bætti öðru markinu við eeftiir sendingu frá Kára.
Stuttu síðar var staðan orðin ansi vond fyrir ÍR þegar Mihael Mladen bætti þriðja marki Keflavíkur við.
Eftir það voru ÍRingar ansi sprækir og það skilaði sér undir lok fyrri hálfleiks þegar Hákon Dagur Matthíasson komst í gegn og skoraði sláin inn.
Kári innsiglaði sigur Keflavíkur þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. ÍR fékk hins vegar líflínu þegar Axel Ingi Jóhannesson gerði sig sekann um að slá til Bergvins Fannars Helgasonar og víti dæmt en Hákon Dagur skaut yfir úr vítaspyrnunni og þar við sat. Liðin mætast í Keflavík á sunnudaginn um sæti í úrslitum.