Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. febrúar 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Wenger er einn sá besti í sögunni
Wenger og Jose Mourinho tókust oft á í leikjum.
Wenger og Jose Mourinho tókust oft á í leikjum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, fékk verðalun á Laureus íþróttahátíðinni í gær en hann var verðlaunaður fyrir framlag sitt til fótboltans í gegnum tíðina.

Jose Mourinho og Wenger elduðu grátt silfur á þeim tíma sem þeir störfuðu báðir í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho lagði ríginn til hliðar í gær og sendi Wenger falleg skilaboð sem voru sýnd á verðlaunahátíðinni.

„Það voru nokkur atvik í gegnum tíðina. Ég get einungis talað fyrir sjálfan mig. Ég kunni virkilega vel að meta samkeppnina. Það var alltaf alvöru virðing til staðar," sagði Mourinho um Wenger.

„Hann skrifaði ýmislegt í sögubækurnar hjá sínu fótboltafélagi. Þar á meðal er gælunafnið um lið hans, þeir ósigrandi. Ótrúlegt. Hann var með hugmyndafræði í þjálfun og bjó til nánast fullkomið lið. Hann er einn best stjórinn í sögu fótboltans."
Athugasemdir
banner
banner
banner